Fróðleikur

Algengar spurningar og svör varðandi CBD 

1. Hvað er CBD og við hverju er það notað?
CBD er náttúrulegur kannabíóði sem fyrirfinnst í hampi. CBD er ekki vímugjafi.

Fólk notar CBD við ýmsu t.d. bólgum í líkama, kvíða, verkjum, þunglyndi, svefnvandamálum, flogaveiki, gigt og öðrum tauga og stoðkerfissjúkdómum.

Fólk sem á ekki við heilsufars vandamál að stríða notar oft CBD t.d. til að ná fram betri líkamlegri slökun og ró.

2. Hver er munurinn á Full spectrum, Broad spectrum og Isolate CBD?

Full spectrum olía inniheldur alla þá kannabíóða og terpínóíða sem fyrirfinnast í iðnaðarhamps plöntunni. Algengustu kannabíóðarnir eru CBD, CBDV, CBDA, THC, CBG, CBN og CBC. Samlegðaráhrif allra kannabíóðana, ásamt náttúrulegu útliti og bragði full spectrum olíunnar er það sem gerir hana jafn eftirsóknarverða og raun ber vitni. 

Broad spectrum olía er meira unnin og filteruð heldur en full spectrum olía. Þessi olía er án THC og jafnvel án annarra kannabíóða. Oftast hafa náttúrulegir terpínóíðar sem gefa olíunni sitt náttúrulega bragð einnig verið fjarlægðir. Broad spectrum olía er því oftast bragðlaus og án litarefna. 

CBD isolate er einangrað CBD. Engin samlegðaráhrif hljótast af inntöku CBD isolate þar sem um einangrað CBD er að ræða. Með samlegðaráhrifum er átt við þegar hinir ýmsu kannabíóðar sem finnast í Full Spectrum CBD olíu magna upp virkni hvors annars. 

3. Hvað þýða mismunandi styrkleikar? (5% 10% 15% 25% 30%)
Þetta þýðir hversu stórt hlutfall (w/v) vörunnar er CBD. 

Dæmi 1: Flaska inniheldur 10ml af 20% CBD olíu þá eru í flöskunni 2g af CBD sem er það sama og 2000mg.
Dæmi 2: Flaska inniheldur 30ml og 2000mg CBD þá er styrkur CBD í olíunni 6,7%.

ATH: Því sterkari sem olían er því færri dropa þarf af olíunni fyrir stakan skammt.

4. Fer einstaklingur í vímu af CBD?
Nei. CBD hefur engin vímugefandi-, hugbreytandi- né ávanabindandi áhrif.

5. Er olían ykkar örugg til inntöku?
Olíurnar okkar eru löglega skráðar og merktar sem munnskolsolía. Hún inniheldur aðeins tvö innihaldsefni (hampfræolíu og iðnaðarhampsútdrátt). Innihald olíunnar hefur verið efnagreint, greining á styrk þungmála farið fram og gengið úr skugga um að engar skaðlegar örverur séu til staðar. Samkvæmt CPNP skráningum okkar og COA olíunnar er hún örugg til notkunar í munn.

6. Hversu mikið af olíunni á ég að nota á dag af CBD olíunni?
Við ráðleggjum fólki venjulega að byrja á 30-40 mg á dag (4-5 dropar af 25% olíu). Mikilvægt er að hætta ekki notkun of snemma því það getur tekið 1-2 vikur fyrir verkun CBD að koma fram. Hægt er að endurskoða dropa fjölda eftir 2 vikur til að ná fram þeim árangri sem þú leitar eftir.

7. Er CBD löglegt á Íslandi?
Já, sem innihaldsefni í snyrtivörum sem skráðar eru í CPNP snyrtivöru gátt Evrópusambandsins.

8. Má afreksfólk í íþróttum nota CBD?
Já, en þá er mælt með að nota CBD isolate olíu.

9. Hvernig veit ég hvað er best að kaupa á netinu?
Birta CBD er einn fárra aðila á Íslandi sem selja löglega CBD olíu. Birta CBD ehf. var stofnað sumarið 2020 og hefur vaxið og dafnað síðan. Það hefur verið markmið okkar hjá Birta CBD frá stofnun fyrirtækisins að bjóða upp á CBD vörur í hæsta gæðaflokki og veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.

10. Eru einhverjar þekktar aukaverkanir af CBD?
Ef þú ert að taka inn lyf sem er þekkt fyrir krossverkun þá hvetjum við þig til að kynna þér hvort CBD getur haft krossverkandi áhrif við lyfið þitt. Dæmi um lyf sem CBD hefur krossverkandi áhrif á eru blóðþynningarlyf.

Notkun CBD hefur mjög sjaldan í för með sér aukaverkanir og hefur mannslíkaminn almennt mjög mikið þol fyrir CBD. Stórir skammtar af CBD geta valdið eftirfarandi aukaverkunum: þurrkur í munni, niðurgangur, minnkuð matarlyst, syfja og þreyta. 

11. Hvað endist flaska af t.d. Ósk 25% CBD lengi?
Ef miðað er við notkun 4-5 dropa á dag þá endist ÓSK 25% CBD í 2-2,5 mánuði. Fyrir þá sem þurfa stærri skammta þá endist flaskan skemur.

12. Má eldra fólk nota CBD?
Svarið er já. CBD hefur vaxið í vinsældum meðal eldra fólks. Eldra fólk glímir oft við gigt og aðra bólgusjúkdóma og hefur CBD reynst mörgum vel.


13. Mega barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti nota CBD?
Þar sem ekki hafa farið fram klínískar rannsóknir á CBD hjá barnshafandi konum þá getum við ekki mælt með því. Það er hinsvegar ekki vitað til þess að CBD hafi skaðleg áhrif á móður eða barn.

14. Er hægt að vera með ofnæmi fyrir CBD?
Það er hugsanlegt, en það er sjaldgæft.


15. Er hægt að verða háður CBD?
CBD er ekki ávanabindandi efni.

16. Er hægt að nota of mikið af CBD?
Líkaminn hefur mjög mikið þol fyrir CBD og dagleg notkun vel yfir 1000 mg þekkt hjá einstaklingum með erfiða flogaveiki sjúkdóma. Við mælum með því að allir fari rólega af stað með notkun CBD og aðlagir dropa fjölda eftir þörfum.

20. Mælist olía sem er með 0,2% THC eða meira á lyfjaprófi?
Það er hugsanlegt já.


Ef þú ert með spurningu sem við svöruðum ekki hér fyrir ofan sendu okkur línu á birtacbd@birtacbd.is eða á samfélagsmiðlum og við reynum eftir bestu getu að svara þér.

Meira um CBD

Kannabídíól (CBD) er aðeins eitt af mörgum kannabíóðum sem finnast í mismunandi afbrigðum kannabisplöntunnar. Iðnaðarhampur, afbrigði kannabisplöntunnar sem inniheldur hátt hlutfall CBD, er löglega ræktaður víða um heim þ.m.t. á Íslandi.

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í heiminum varðandi kosti og eiginleika CBD. Lyf á borð við Sativex og Epidiolex sem innihalda CBD hafa komið á markað á síðustu árum en þessi lyf bæla eða halda niðri vissum sjúkdómseinkennum í afmörkuðum gerðum sjúkdóma í börnum og fullorðnum þar sem hefbundin lyf hafa ekki reynst vel.

Eftir viðurkenningu vísindasamfélagsins að CBD gæti haft mikla líffræðilega virkni á vissar gerðir sjúkdóma hefur áhuginn á CBD og rannsóknum á því stóraukist. 
CBD getur gagnast fólki sem á við kvíða-, streitu- og svefn-vandamál/sjúkdóma að stríða sem og að vinna gegn bólgum og í mörgum tilfellum verkjum.
Kannabíóðar hafa áhrif á endokannabínóðakerfið með því að bindast við viðtaka (CB1 og CB2) í kerfinu. Margar rannsóknir benda svo til þess að CBD geti bundist við eða haft áhrif á fleiri viðtaka í líkamanum t.d. GABAA, 5HT1A, 5HT3, μ ópíóíð og glýsín viðtaka. Það að CBD gæti haft þessar breiðvirku bindingar og/eða áhrif á ýmsa viðtaka í stoð- og taugakerfi líkamans myndi útskýra afhverju CBD virðist geta hjálpað stórum hópi fólks með mjög mismunandi sjúkdóma og/eða kvilla. 
Mikilvægt er þó að taka fram í þessu samhengi að CBD læknar ekki sjúkdóma.

CBD er löglegt sem innihaldsefni í húð- og snyrtivörum á Íslandi en ekki er leyfilegt skv. lyfjalögum að flytja inn eða búa til vörur sem innihalda CBD til inntöku. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil umræða á Alþingi Íslands um það að lyfjalögum skuli breytt til að heimila sölu á CBD til inntöku. 

Þessi umræða hefur haldist í hendur við umræðu sem leiddi af sér að ræktun iðnaðarhamps á Íslandi var gerð lögleg snemma árs 2020.