Birta CBD teymið
Gauti Þeyr Másson
Gauti Þeyr er þekktastur sem tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti en hefur einnig mikla reynslu af því að láta hlutina gerast. Allt sem Gauti gerir er drifið áfram af metnaði. Hann leggur mikið upp úr því að nálgast vandamálin frá nýjum hliðum og setur alltaf extra mikið púður í það sem hann gerir svo úr verði svakalegt sjónarspil.
Dr. Ingólfur Bragi Gunnarsson
Ingólfur er fyrrverandi íslandsmeistari á snjóbretti en þurfti fljótt að gefa upp draum sinn um atvinnumennsku vegna bakmeiðsla. Í stað þess að sökkva sér í þunglyndi sökkti Ingólfur sér í skólabækurnar. Ingólfur er með doktorsgráðu í líftækni frá DTU í Köben og mikla reynslu úr líftækniðnaði á sviði þörungarræktunar og fæðubótarefna.
Freyr Árnason
Freyr er með diplómu í listfræði og heimspeki frá Bifröst/LHÍ og útskrifaður úr leikstjórn og handritagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands. Freyr hefur á ferli sínum komið víða við. Rekið auglýsingastofu, kvikmyndafyrirtæki og unnið við hin ýmsu verkefni og viðburði á sviði menningar og listar.
Silja Magnúsdóttir
Silja er með BA gráðu í sálfræði og stundar nú framhaldsnám í heilbrigðisvísindum. Sérsvið hennar eru m.a. taugalífeðlisfræði og hefur hún unnið við rannsóknir þar sem hún notast við heilarit (EEG) til þess að athuga líffræðilegar breytingar á heilahvelum í tengslum við svefn og líðan. Hún einblínir einnig á sálræn áföll og ofbeldi og starfar í miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Eiki Helgason
Eiki hefur verið atvinnumaður á snjóbretti síðan 2008 - sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stundaði nám í Svíþjóð og hefur síðan ferðast um heiminn með snjóbrettið í pokanum. Hann hefur sett á laggirnar ýmis fyrirtæki tengd snjóbrettaiðkun en hans nýjasta verkefni er innanhúss hjólabrettaaðstaða fyrir ungmenni á Akureyri.