Birta CBD teymið

 


Silja Magnúsdóttir
Silja er með BA gráðu í sálfræði og stundar nú framhaldsnám í heilbrigðisvísindum. Sérsvið hennar eru m.a. taugalífeðlisfræði og hefur hún unnið við rannsóknir þar sem hún notast við heilarit (EEG) til þess að athuga líffræðilegar breytingar á heilahvelum í tengslum við svefn og líðan. Hún einblínir einnig á sálræn áföll og ofbeldi og starfar í miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

 

 

Eiki Helgason
Eiki hefur verið atvinnumaður á snjóbretti síðan 2008 - sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stundaði nám í Svíþjóð og hefur síðan ferðast um heiminn með snjóbrettið í pokanum. Hann hefur sett á laggirnar ýmis fyrirtæki tengd snjóbrettaiðkun en hans nýjasta verkefni er innanhúss hjólabrettaaðstaða fyrir ungmenni á Akureyri.